Svartsýni hagfræðinga Nordea kemur greinilega fram í skýrslunni Economic Outlook, sem kom út í gær. Þeir telja ljóst að önnur hagkerfi hafi ekki aftengst stöðu mála í því stærsta, Bandaríkjunum, en margir höfðu vonast til að hagvöxtur nýmarkaðsríkja gæti tekið upp þann slaka sem myndaðist í Bandaríkjunum í kjölfar hruns fasteignabólunnar þar vestra.

Samdráttur Vestanhafs ásamt mjög sterku gengi evrunnar skaðar útflutningsatvinnuvegi evrusvæðisins verulega og svipað ástand er uppi í Asíu að mati sérfræðinga Nordea. Haft er eftir Helge J. Pederson, aðalhagfræðingi bankans, að ljóst sé að lánsfjárkreppan sé ekki að renna sitt skeið á enda og áhrif fallandi húsnæðisverðs víða um heim verði til þess að draga enn frekar úr einkaneyslu og fjárfestingu. Sú þróun muni hamla hagvexti á næstu árum – og verði Norðurlöndin engin undantekning frá því.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .