Í apríl síðastliðnum lýsti forsætisnefnd Alþingis þeirri afstöðu sinni að Viðskiptablaðinu skyldi veittur aðgangur að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., án allra takmarkana. Síðar í mánuðinum sendi Ríkisendurskoðun erindi til forseta Alþingis þar sem tekin var afstaða til afhendingar greinargerðarinnar.

„Nýr ríkisendurskoðandi óskaði eftir því við settan ríkisendurskoðanda að við skil á verkefninu fylgdi með samantekt um stöðu þess til að tryggja að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið með skjótum hætti og lokið því, enda lá fyrir að settur ríkisendurskoðandi hafði ekki lokið við úttektina. Í framhaldi af þessu tók settur ríkisendurskoðandi saman þá greinargerð sem nú stendur til að afhenda án takmarkana,“ segir í erindi Ríkisendurskoðunar.

Sigurður undrast þessa lýsingu og fullyrðingar Ríkisendurskoðunar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Sigurður ríkisendurskoðanda, Guðmund B. Helgason, þarna gerast sekan um ósannindi. „Þetta er nýkjörinn embættismaður að greina forseta Alþingis frá atburði sem aldrei hefur átt sér stað.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði