*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 16. ágúst 2014 12:10

Engin stór ljón í veginum

Undirbúningur vegna risagróðurhúss er í fullum gangi og vonast er til að ræktun tómata hefjist næsta vor.

Ritstjórn

Vonast er til að fjármögnun vegna byggingar risagróðurhúss hollenska fyrirtækisins EsBro við Grindavík ljúki á næstu vikum. Að sögn Kristjáns Eysteinssonar, starfsmanns Esbro og umsjónarmanns verkefnisins, er undirbúningur í fullum gangi og er vonast til að ræktun tómata geti hafist næsta vor.

Heildarkostnaðurinn við verkefnið er áætlaður um 35 til 40 milljónir evra eða 5,4 til 6,2 milljarðar króna.

„Það er ekki búið að ganga frá samningagerð vegna fjármögnunar en það er auðvitað forsendan fyrir þessu öllu saman,“ segir Kristján. „Það er verið að vinna í þessu og við reiknum með því að þetta klárist á allra næstu vikum. Það eru engin stór ljón í veginum heldur tekur þetta bara lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Menn eru enn að vonast til að geta hafið framkvæmdir í september.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Gróðurhús Esbro