Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,38% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.190,81 stigi. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 12,41%. Gengi bréfa Össurar hækkaði um 4,62%, en félagið skilaði árshlutauppgjöri í dag. Þá hækkaði gengi bréfa VÍS um 1,98% og Icelandair um 1,60%. Gengi bréfa Eimskips lækkaði aftur á móti um 0,55% og TM um 0,35%. Velta á hlutabréfamarkaði í dag nam tæpum 497,1 milljón króna.

Þá er áhugavert að geta þess að hlutabréfavísitala GAMMA, sem hækkaði um 0,46% í dag, endaði í 220,8 stigum og hefur aldrei verið hærri frá því að hún hóf göngu sína í árslok 2008.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,26% í viðskiptum dagsins. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,27% og sá óverðtryggði um 0,25%. Velta í viðskiptum með bréf í vísitölunni nam 3,2 milljörðum króna.