Þróun hlutabréfamarkaðarins í sumar hefur verið á skjön við fyrri ár og er ekki í samræmi við þróunina á erlendum mörkuðum. Í stað þess að taka dýfu í júní hefur gengi hlutabréfa annaðhvort staðið í stað eða hækkað allt frá júníbyrjun, en þá er miðað við hlutabréfavísitölu GAMMA, en ekki gengi einstakra bréfa. Aukin velta á hlutabréfamarkaði og aukinn áhugi fjárfesta hefur því valdið grundvallarbreytingu á hegðun markaðarins, tímabundið a.m.k.

Eins er áhugavert að skoða þróun helstu hlutabréfavísitalna erlendis, bæði yfir sumartímann og einnig þegar horft er aðeins lengra aftur. Frá áramótum 2011/2012 hefur hlutabréfavísitala GAMMA hækkað um 49,6%, sem er töluvert meiri hækkun en á stærstu erlendu vísitölunum. Á sama tímabili hefur breska FTSE vísitalan hækkað um 18,1%, þýska DAX um 40,4%, bandaríska S&P um 34,4% og samnorræna OMXN40 vísitalan hefur hækkað um 28,9%. Það er því aðeins þýska vísitalan sem kemst nálægt þeirri íslensku í hækkun.

Hlutabréfavísitala GAMMA.
Hlutabréfavísitala GAMMA.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .