Íslenska þjóðfylkingin mun ekki bjóða fram í kosningunum eftir tvær vikur. Flokkurinn hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum þessa ákvörðun sína. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til þess að kjörstjórnir gerðu athugasemd við meðmælendalista flokksins en í ljós hefur komið að undirskriftir þar voru falsaðar. RÚV greindi frá þessu í dag.

Geir Harðarson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi segir í samtali við fréttastofu RÚV að margir hafi starfað að framboðinu og að flokksforystan hafi ekki haft vitneskju um fölsuðu listana.