Engin tilboð bárust í Hótel Bifröst eða aðrar fasteignir Háskólans á Bifröst sem að boðnar voru í sölu í vor. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá því að Háskólinn á Bifröst hygðist selja stóran hluta af fasteignum sínum á skólasvæðinu auk reksturs Hótels Bifrastar. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einhverjar þreifingar séu í gangi um möguleg kaup á eignunum, en að það verði ekki fyrr en í næstu eða þar næstu viku.

Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í vor kemur fram að salan sé meðal annars tilkomin vegna þeirrar fækkunar sem orðið hefur orðið á staðnámi hjá háskólanum og því sé ekki sama þörf á húsnæði og áður. Skólinn hefur enn fremur glímt við fjárhagsvandræði og haft var eftir Vilhjálmi Egilssyni, rektors Bifrastar, að salan væri skref í átt að því að bæta fjárhagsstöðu skólans.

Áætlað verðmat á eignunum í heild auk rekstrarins er um 2.586 milljónir króna. Fjárfestum stendur til boða að kaupa eignirnar annað hvort í heild eða að hluta en mestur gæti fjöldi herbergja orðið um 239, sem gerir hótelið að öllum líkindum það stærsta á Vesturlandi.