Þorsteinn Ingi Sigfússon segir fréttir hérlendis að undanförnu um umhverfislega hættu af væntanlegu ferli sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga vera staðhæfulausar og byggðar á misskilningi. Þar hafi verið ruglað saman frumframleiðslu kísils úr jarðefnaeldsneyti og Siemens ferlinu (sem fer fram víða um heim) við grænar framleiðsluaðferðir kísils og þess ferlis sem Silicor notast við. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þorsteinn telur að komu sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga beri að fagna sem miklu skrefi í átt til framfara þar sem ál- og kísilframleiðslulandið Ísland verður í fararbroddi í heiminum í að útvega efni sem minnka munu kolefnisspor mannkyns.

Útskýring Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, á sólarkísil var birt á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í dag. Lesa má grein Þorsteins í heild sinni á meðfylgjandi slóð:

http://nmi.is/frettir/2014/03/komu-silicor-til-landsins-ber-ad-fagna-sem-miklu-skrefi-i-att-til-framfara/