*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 19. mars 2015 12:58

Engin útsending á RÚV

Líkur eru á að úvarps- og sjónvarpsútsendingar RÚV leggist að miklu eða öllu leyti af eftir viku þegar rafiðnaðarmenn fara í verkfall.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Rafiðnaðarmenn hjá RÚV, tæplega fimmtíu manns, hafa samþykkt að leggja tvisvar niður störf í fjóra daga í senn. Fyrst 26. mars og síðan 9. apríl. Verði ekki búið að semja fyrir 23. apríl leggja þeir niður störf ótímabundið.

„Þegar okkar félagsmenn fara í verkfall mun væntanlega útsending leggjast af að miklu eða öllu leyti — bæði útvarp og sjónvarp,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ).

„Þessar aðgerðir ná meðal annars til útsendingarstjóra og tæknimanna sem sinna ýmsu umstangi í kringum útsendingarnar. Við verðum með verkfallsverði á staðnum til að tryggja að ekki verði gengið í okkar störf.“

Þess má geta að leikur Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu fer fram þann 28. mars næstkomandi, en gera má ráð fyrir að meirihluti Íslendinga vilji fylgjast með leiknum. Verði af verkfallinu er hins vegar hætt því að leikurinn verði alls ekki sýndur hér á landi. 

Fjallað er ítarlega um yfirvofandi verkföll í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: RÚV Kjarasamningar Verkföll