Kristín Ingólfsdóttir segir að við getum lært af mörgum alþjóðlegum háskólum. En hún telur fyrirmyndaháskólasamfélag einkennast af mikilli breidd og gagnkvæmri virðingu ólíkra fræðigreina.

Í Háskóla Íslands eru fimm fræðasvið, sem hvert með sínum hætti leggur til tveggja mikilvægra þátta, annars vegar verðmætasköpunar samfélagsins og hins vegar samfélags sem hlúir vel að velferð, menntun og menningu.

Kristín segir verðmætasköpun í atvinnulífinu vera grundvallaratriði. Þar þurfum við virkilega að leggja af mörkum. Hér og hvarvetna í löndunum í kringum okkur er að verða breyting á aldurssamsetningu og skuldbindingar ríkisins gagnvart heilbrigðiskerfi, menntakerfi og velferðarkerfi eru gríðarlegar. Hún segir því að við sem samfélag verðum að skapa ný verðmæti annars getum við ekki staðið undir samfélagi eins og við viljum hafa það. Hún segir enga verlferð verða án verðmætasköpunar.

Ítarlegt viðtal við Kristínu Ingólfsdóttur birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .