Verðbólga verður engin á árinu 2007, segir greiningardeild Landsbankans.

?Þetta er niðurstaða endurskoðunar okkar á verðbólguspá í kjölfar tilkynningar ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta á matvæli í mars næstkomandi. Rétt er að taka fram að upplýsingar ráðuneytisins um útfærslu aðgerðanna eru takmarkaðar og höfum við því ekki getað lagt sjálfstætt mat á lækkun matvælaverðs.

Í endurskoðaðri verðbólguspá notumst við því við útreikninga ráðuneytisins sem gera ráð fyrir 16% verðlækkun matvæla. Við teljum að áhrifin komi að fullu fram á tveimur mánuðum, mest í mars en einnig í apríl," segir greiningardeildin.

Hún segir að lækkun á vísitölu neysluverðs komi þeim til góða sem eru með vertryggð lán.

?Þetta á fyrst og fremst við um íslensk heimili, en okkur reiknast til að 85% af 1.250 milljarða króna skuldum heimilanna séu verðtryggð. Gangi spá okkar eftir um verðbólgu á fyrstu sex mánuðum ársins 2007, munu skuldir heimilanna því að öðru óbreyttu lækka um 18 milljarða króna á því tímabili," segir greiningardeildin.