Verðbólga mældist 0% í Bretlandi í júní og lækkað frá 0,1% í maí samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands.

Talsmenn Hagstofu Bretlands segja lækkun á fata- og matarverði hafi lækkað verðbólgu. Auk þess hafi hækkun flugverðs í júní á síðasta ári haft áhrif á verðbólguna.

Seðlabankastjóri Englandsbanka, Mark Carney segist eiga von á lágri verðbólgu til skemmri tíma litið. Í lok árs eigi hann þó von á að hún hækki á ný.