Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að tísta og beinir nú tístum sínum að Írönum. Undir stjórnartíð Barack Obama, samdi Bandaríkin, ásamt valdamestu ríkjum heims, við Írani um það að aflétta viðskiptaþvinganir sem höfðu verið við lýði í áratugi, í stað þess að þeir hættu kjarnorkuáætlunum sínum.

Árla morguns sendi Trump frá sér tíst, þar sem að hann sagði að Íranir væru að leika sér með eldinn og tók jafnframt fram að Obama hafði verið of linur við Íranina, en það myndi hann sjálfur ekki vera.

Í gær beindi hann einnig sjónum sínum að Írönum á Twitter, en þá sagði hann að Íran hefði fengið viðvörun (e. put on notice), vegna þess að Íranir skutu upp flugskeytum í tilraunaskyni. Trump tekur þar með undir orð Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa sínum, sem fordæmdi einnig tilraunir Írana.