Engin viðskipti voru á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar fram að hádegi í morgun. Um það leyti sem klukkan sló hádegi duttu svo inn viðskipti upp á 278.500 krónur með bréf Haga. Við það lækkaði gengi þeirra um 0,53%.

Á sama tíma eru þónokkur tilboð  um kaup og sölu í hlutabréf allra þeirra félaga sem þar eru skráð á Aðallista nema í færeyska bankann BankNordik. Tilboðin skiluðu því að Úrvalsvísitalan stóð kyrr í 1.066,28 stigum þar til viðskiptin í Högum duttu inn. Við það lækkaði vísitalan um um 0,03%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 17,2% frá áramótum.

Ekki eru heldur viðskipti með önnur hlutabréf sem skráð eru í Kauphöllina.

Kauphöllin - Nasdaq - Íslandsbanki
Kauphöllin - Nasdaq - Íslandsbanki
© BIG (VB MYND/BIG)