Félagið Vogun og Arion banki eiga samanlagðan 73,5% hlut í HB Granda, samkvæmt hluthafalista félagsins. Útgerðin sendi frá sér hluthafalista í dag vegna umfjöllunar um stóra eigendur félagsins upp á síðkastið. Í tilkynningu HB Granda segir að engin viðskipti hafa átt sér stað með hlutafé í félaginu undanfarið.

Í síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því greint að þau Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, Birna Loftsdóttir og Sigríður Vilhjálmsdóttir hafi keypt eignarhluti þeirra Ingibjargar Björnsdóttur og Kristínar Vilhjálmsdóttur í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi. Ingibjörg er ekkert Árna Vilhjálmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda en hann lést í vor. Saman áttu fjölskyldur þeirra Kristjáns og Árna stóran hlut í HB Granda og Hval í gegnum tengd félög.

Fiskveiðahlutafélagið Venus á m.a. félagið Vogun sem aftur á 40,3% hlut í HB Granda. Félagið á jafnframt 37,9% hlut í Hampiðjunni sem aftur á 9,4% hlut í HB Granda. Fiskveiðahlutafélagið Venus á svo 3,42% hlut í Granda.

Hluthafalisti HB Granda

  • Vogun - 40,3%
  • Arion banki - 33,2%
  • Hampiðjan - 9,4%
  • TM fé ehf - 5,5%
  • Fiskveiðahlutafélagið Venus 3,4%
  • Ingimundur Ingimundarson - 2,8%
  • Lífeyrissjóður verslunarmanna - 2,3%
  • Landsbréf - Úrvalsbréf - 0,8%
  • Ingibjörg Björnsdóttir - 0,4%
  • Landsbréf Öndvegisbréf - 0,2%
  • Aðrir hluthafar - 1,7%