*

sunnudagur, 20. júní 2021
Fólk 1. júní 2021 09:33

The Engine bætir við sig fólki

Þau Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero eru nýir starfsmenn dótturfélags Pipar\TBWA, The Engine.

Ritstjórn
Þau Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero hafa verið ráðin til starfa hjá The Engine.
Aðsend mynd

Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero eru nýir starfsmenn The Engine, sem er dótturfélag Pipar\TBWA, og hafa þau nú þegar hafið störf.Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Daria Podenok  er samfélagsmiðlasérfræðingur. Hún er með M.A. í blaðamennsku frá Ríkisháskólanum í Moskvu. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Guide to Iceland. 

Carlos Prieto Casquero er sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Hann er með M.A. í sögu og norrænni bókmenntafræði frá Háskólanum í Tübingen í Þýskalandi. Hann starfaði áður hjá Snælandi Grímssyni ehf. þar sem hann starfaði við sölu, vefumsjón, og hafði umsjón með leitarherferðum hjá fyrirtækinu.