Eng­inn áhugi er á ís­lensku rík­is­bönk­un­um, Íslands­banka og Lands­banka. Þetta staðfest­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið .

„Við bíðum þess að það komi til­laga frá Banka­sýslu rík­is­ins um að hefja sölu­ferli bank­anna, en slík til­laga hef­ur enn ekki borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en til­lag­an hef­ur verið lögð fram. Það er erfitt að segja til um hvenær það verður,“ seg­ir Bjarni.

Hann segir jafnframt að þess sé beðið að til­laga um sölu bank­anna ber­ist frá Banka­sýslu rík­is­ins. Enn ból­ar ekk­ert á slíkri til­lögu.

Spurður í Morg­un­blaðinu í dag hvort hann telji að verðmæti bank­anna geti rýrnað á næstu árum með tilkomu fjár­tækni, seg­ir hann að ekki sé hægt að úti­loka það.