Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engann ánægðan með hlut kvenna á Alþingi eftir nýliðnar Alþingiskosningar.

Áslaug benti hins vegar að staðan væri sambærileg og fyrir Alþingiskosningarnar á síðasta ári í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þá hafi konur á Alþingi verið jafn margar og nú.

„Við náðum einu þingi sem entist því miður bara í eitt ár þar sem staða kvenna batnaði allverulega og það þurfa auðvitað allir að huga að því af hverju niðurstaðan verður svona,“ sagði Áslaug.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur nú fjórar konur og tólf karla. Konum fækkaði um sex á Alþingi í heild eftir kosningarnar en þar af fækkaði konum hjá Sjálfstæðisflokknum um þrjár.

Spurð hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að setja upp fléttulista eða aðrar reglur sem tryggi meira jafnræði milli kynjanna segir Áslaug að það hafi þurfi að skoða það. „Svo sjáum við prófkjörið þar sem ég fer í, fyrsta og eina prófkjörið sem ég hef farið í, í Reykjavík, þar raðaðist jafnt hlutfall karla og kvenna, það kom nýliðun ungt fólk í bland við það eldra svo að prófkjör þurfa ekki alltaf að vera slæm,“ sagði Áslaug.

Áslaug sagði að fléttulistar væru ekki endilega lausnin og skoða þyrfti að skoða málið í stærra samhengi.

Séð á eftir allt of mörgum konum

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, sagðist hafa séð allt of margar konum hætta í stjórnmálum eftir að niðurstöðu prófkjara Sjálfstæðisflokksins. Hún kallaði eftir því að flokkurinn setti sér reglur sem tryggðu jafnari skiptingu kynjanna á listum á næsta landsfundi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að reynslan alþjóðlega sýndi að kynjakvótar virkuðu og þar sem þeir hefðu verið afnumdir hefði komið bakslag hvað varðar jafna stöðu kynjanna.