Steve Ballmer, hinn 57 ára gamli forstjóri tölvurisans Microsoft, tilkynnti á dögunum, að hann myndi láta af störfum innan árs. Tilkynningin nú kom eilítið á óvart, ekki er nema mánuður síðan Ballmer greindi frá enn einni víðtækri skipulagsbreytingu á yfirstjórn fyrirtækisins, en hvorki hún né það sem hann hafði þá að segja benti til þess að minnsta fararsnið væri á Ballmer.

Hins vegar er ómögulegt að halda því fram að boðuð brottför hans komi upp úr engu. Þegar Ballmer tók við af Bill Gates um aldamótin var Microsoft algerlega óumdeilt forystufyrirtæki upplýsingageirans, verðmætasta fyrirtæki heims og Bill ríkasti maður í heimi. Svo er ekki lengur.

Nánar má lesa um brotthvarf Steve Ballmer í Viðskiptablaðinu 29. ágúst 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .