Í skýrslu Ernst & Young um Milestone kemur fram að Milestone hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2008 nema með því að endurfjármagna lán.

Í árslok 2007 námu skammtímalán félagsins rúmum 23,8 milljörðum króna og langtímalán um 20,2 milljörðum króna.

Endurfjármögnun lánanna, sem var á hendi Askar Capital, gekk þó ekki vel. Í skýrslunni kemur fram að „aðilar frá Askar Capital hf., ýmist einir eða með aðilum frá Milestone ehf., héldu fundi með tugum banka í Evrópu á tímabilinu maí fram í september 2007, vegna leitar að tilboðum í lán fyrir Milestone ehf., en ekki náðist að loka neinum lánasamningi“.

Samkvæmt bókhaldi Milestone fjármagnaði félagið sig því aðallega með ítrekuðum yfirdráttarlánum á árinu 2008. Allar vaxtagreiðslur voru síðan fjármagnaðar með lánum frá dótturfélögum Milestone.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í ítarlegri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .