*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 13. ágúst 2018 08:40

Enginn fundur var um verslunarmannahelgina

Forstjórar stærstu flugfélaganna hafna því að hafa komið saman á fundi yfir verslunarmannahelgina til að ræða erfiða stöðu fluggeirans.

Ritstjórn
Flugvélar Icelandair og WOW air
Haraldur Guðjónsson

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að orðrómur sé um að þeir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hafi komið saman á fundi yfir verslunarmannahelgina til að ræða þá erfiðu stöðu sem upp er komin í fluggeiranum.  Hvorugur forstjóranna vildi þó kannast við umræddan fund.

Staða tveggja stærstu flugfélaganna hefur vakið upp miklar áhyggjur en Icelandair birti ársfjórðungsuppgjör sitt í lok júlí en það leiddi í ljós að félagið tapaði 2,7 milljörðum á umræddu tímabili

WOW air greindi einnig nýverið frá 2,3 milljarða tapi á síðasta ársfjórðungi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is