Fréttablaðið greindi frá því í morgun að orðrómur sé um að þeir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hafi komið saman á fundi yfir verslunarmannahelgina til að ræða þá erfiðu stöðu sem upp er komin í fluggeiranum.  Hvorugur forstjóranna vildi þó kannast við umræddan fund.

Staða tveggja stærstu flugfélaganna hefur vakið upp miklar áhyggjur en Icelandair birti ársfjórðungsuppgjör sitt í lok júlí en það leiddi í ljós að félagið tapaði 2,7 milljörðum á umræddu tímabili .

WOW air greindi einnig nýverið frá 2,3 milljarða tapi á síðasta ársfjórðungi.