Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri niðurstaða en búist var við en óttast var að evrusvæðið myndi sökkva enn á ný ofan í kreppufen. Til samanburðar nam samdrátturinn á evrusvæðinu 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra.

Breska útvarpið, BBC, hefur upp úr tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, að sem fyrr haldi Þjóðverjar lífi í hjólum efnahagslífsins með hagvexti upp á 0,5% á fjórðungnum. Til samanburðar dróst hagvöxtur saman um 0,8% á Ítalíu, 0,3% á Spáni og var stöðnun í Frakklandi á sama tíma.

Samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar skýrist hagvöxturinn einkum af auknum útflutningi og vexti í einkaneyslu innanlands.