Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar var 0,2 hagvöxtur í Evrópusambandslöndunum 28 (EU28). Á sama tíma mældist 1% hagvöxtur í Bandaríkjunum.

Bretland er þriðja stærsta hagkerfi Evrópusambandslandanna og því vegur 0,8% hagvöxtur þar þungt meðal EU28 landanna. Hagvöxturinn í Ungverjalandi mældist jafnhár, en bæði löndin eru utan evrusamstarfsins.

Óbreytt landsframleiðsla í Frakklandi og 0,2% samdráttur í Þýskalandi, tveggja stærstu hagkerfa Evrópulandanna, veldur því að evrulöndin sýna engan hagvöxt á fjórðungunum. Einnig dróst hagkerfið á Ítalíu saman um 0,2%.

Hér má sjá samantekt hagstofu Evrópusambandins á hagvexti frá því í morgun.

Hagstofa Íslands mun birta hagvaxtatölur fyrir 2. fjórðung 10.september.