Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. næsta sumar, en framkvæmdastjóri Hvals, Kristján Loftsson, staðfesti þetta við Morgunblaðið.

Kristján segir að fyrirtækið hafi mætt miklum hindrunum frá Japönum við að koma vörunum á markað þar í landi. Japanir hafi m.a. verið að beita síendurteknum efnagreiningum með 40 ára gömlum aðgerðum sem hvergi annar staðar séu notaðar. Hann segir að Japan sé þeirra aðalmarkaður, og fyrst að ekki sé hægt að koma vörunni á þann markað sé veiðunum sjálfhætt.

Hann segir einnig að ef að þeir hefðu vitað hvað var í vændum í Japan þá hefði þeir ekki hafið hvalveiðar aftur þegar þær voru leyfðar árið 2009, eftir 20 ára hlé.