Ekki er að sjá neinn Íslending á lista yfir þátttakendur í Gumball 3000-kappakstrinum sem hófst um helgina. Eins og frægt er tóku þeir Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, þátt í kappakstrinum árið 2006. Tveir aðrir Íslendingar kepptu með þeim. Hannes ók með félaga sínum um á Porsche en Jón Ásgeir á Bentley.

Leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff og rapparnir DJ Muggs og Bun B. úr Cypress Hill eru hins vegar á meðal þátttakenda nú ásamt fjölmörgum úr röðum þeirra ríku og frægu. Fyrstu bílarnir voru ræstir í kappakstrinum í Kaupmannahöfn að morgni laugardags um helgina en þar mátti sjá öfluga og kraftmikla bíla á borð við Aston Martin, Lamborghini og fleiri lúxusbíla, sem sumum hverjum var búið að breyta talsvert. Keppnin fer fram þvers og kruss um Evrópu og lýkur henni þegar fyrsti bíllinn kemur til Monte Carlo á föstudag, þ.e. 24. maí næstkomandi.

Ljóst er að ekki koma allir þátttakendur í mark en lögregla í Finnlandi og Eistlandi hafa stöðvað 31 bíl vegna hraðaksturs í löndunum og fjórir verið handteknir.

Hér að neðan má sjá myndskeið af bílunum sem þátt taka í keppninni og frá því þegar ræst var í keppnina.