„Þótt ferðalagið kosti sitt þá er þetta fjárfesting sem ekki er illa varið. Mikils virði er að bera skynbragð á þessi lönd. Og eitt er víst: Enginn kemur samur úr svona ferð,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, stjórnarformaður H.F. Verðbréfa.

Halldór fór einn af stað með bakpoka héðan í lok ágúst í fyrra áleiðis til Eystrasaltslandanna. Þaðan hélt hann til Moskvu og tók Síberulestina yfir Mongólíu til Peking í Kína.

Hann hefur farið einn til fjölmargra landa í Asíu og hefur mest farið á milli í lestum.

Halldór er enn á ferðalagi. Hann er væntanlegur aftur heim í mars og hefur þá farið umhverfis jörðina. Hann var staddur á hóteli í Auckland á Nýja-Sjálandi þegar Viðskiptablaðið hringdi í hann í vikunni.

Nánar er fjallað um ferðalag Halldórs í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Halldór Friðrik Þorsteinsson
Halldór Friðrik Þorsteinsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Halldór með bakpokann á lestarstöð í Víetnam.