Það er enginn kreppubragur á 57. árlegu bílasýningu áhugamanna sérhannaðra tryllitækja í Detroit í Bandaríkjunum „The North American International Auto Show”. Þar munu um 1000 sérhönnuð glæsitæki verða sýnd þar sem útlit og hestöfl skipta megin máli. Þar er bæði um að ræða bíla frá Bandaríkjunum og Kanada. Eigandi flottasta bílsins á von á að fá 10.000 dollara í verðlaun.   Sýningin sem fram fer í Cobo Center sýningarhöllinni í Detroit verður opnuð á föstudag og er fyrst og fremst sýning fólksins og fyrir fólk, - það er að segja áhugafólk um bíla. Þarna er handbragð snillinga í hópi áhuganna í hávegum haft. Það eru ekki síst gamlir endursmíðaðir bílar sem vekja mestu athyglina, enda glæsileikinn oft engu líkur. Nýjar glæsikerrur eru þarna þó líka áberandi og furðubílar af ýmsum toga.   Að sögn The Detroit News sóttu um 100.000 manns sýninguna í fyrra og er búist við svipuðum fjölda í ár, þrátt fyrir allt krepputalið. Aðgangseyrir er ekki sagður mikið meiri en í bandarískt bíó eða 18 dollarar fyrir fullorðna.