Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI) mátu verð REI fyrir samruna þess við Geysi Green Energy (GGE). Þetta segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir aðspurður að engir utanaðkomandi óháðir aðilar hafi verið fengnir til að verðmeta REI fyrir samrunann. Verðmatið var sextán milljarðar. GGE var metið, af eigendum þess, á um 25 til 30 milljarða, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Geysis Green. Hjörleifur segir að fyrrgreindir starfsmenn REI og OR hafi einnig lagt mat á GGE og að enginn ágreiningur hafi verið milli aðila um endanlega tölu, sem var rúmlega 27 milljarðar. "Við vissum hvaða eignir voru inni í Geysi Green og hversu verðmætar þær voru," segir hann.

Sjá umfjöllun Örnu Schram í Viðskiptablaðinu í dag.