Starfsfólk hönnunarfyrirtækisins Ueno mun ekki snúa aftur á skrifstofur sínar fyrr en í fyrsta lagi í lok ársins 2021. Þetta tilkynnir Haraldur Þorleifsson, stofnandi fyrirtækisins á twitter síðu sinn i.

„Það er ótrúlega erfitt að sjá fyrir hvernig aðstæður muni þróast næsta ári en miðað við þær upplýsingar sem við höfum er ljóst að bólusetning gegn veirunni muni ekki líta dagsins ljós síðan í fyrsta lagi 2021."

Hann bætir við að það muni taka langan tíma að ná ónæmi í samfélaginu þar sem margir í Bandaríkjunum verði líklega tregir til að fara í bólusetningu.

Sjá einnig: Óvenjuleg saga Ueno og Haraldar

„Við höfum því tekið þá ákvörðun að snúa ekki aftur á skrifstofur okkar fyrr en í fyrsta lagi síðla árs 2021. Við höfum tekið þessa ákvörðun því okkur þykir það betra heldur en bara bíða og sjá."

Hann tók fram að lokum að kjósi fólk svo að vinna heima eftir þann tíma verði þeim það heimilt.