Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar til Akureyrar. Í yfirlýsingunni kemur fram að enginn starfsmaður hafi lýst því yfir að hann ætli að fylgja henni norður. Þessu greinir Ríkisútvarpið frá.

Í yfirlýsingunni segir að engin rök séu komin fram sem hníga til þess að ná megi fjárhagslegum ávinningi eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar. „Þvert á móti má búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vakaskipt. Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn.“

Fram kemur í yfirlýsingunni að á starfsmannafundi í morgun hafi komið fram að enginn starfsmanna hafi lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. „Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar ogljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það.“

Í yfirlýsingu starfsfólksins kemur fram að ekki muni standa á starfsmönnum stofnarinnar að verja sinn rétt. „Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningurstofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“

Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land, eru einnig harðlega gagnrýnd. „Má af því ráða að starfsöryggifjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háðgeðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það semvið væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“