Samkvæmt sviðsmynd næstu mánaða sem birtar eru í fjárfestakynningu Icelandair munu umsvif Icelandair dragast verulega saman í vetur. Nánast er hægt að segja að félagið leggist í híði. Frá janúar til mars á næsta ári er til dæmis einungis gert ráð fyrir að framboðnir sætiskílómetrar (ASK) verði 77 milljónir en til samanburðar voru þeir ríflega 850 milljónir í bæði janúar og febrúar í fyrra.

„Veturinn verður örugglega mjög erfiður. Við höfum sagt frá því í vor að við gerum ráð fyrir að þetta ár yrði erfitt, með ferðatakmörkunum og lítilli eftirspurn," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Eftirspurnin síðustu vikur hafi verið meiri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Í ljósi nýjustu ferðatakmarkana muni þurfa að skera flugframboð félagsins verulega niður á ný þar sem ferðamenn verði væntanlega fáir. „Það eru sárafáir ferðamenn sem vilja koma til landsins við þessar aðstæður og vilja fara í sóttkví. Þegar líður á haustið styttast ferðirnar hjá ferðamönnum. Það fer enginn í þriggja daga helgarferðir ef það þarf að fara í fjóra til fimm daga í sóttkví.“

Nánar er rætt við Boga í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .