Bandarísk flugmálayfirvöld hafa enga sérstaka tímalínu fyrir hvenær Boeing 737 MAX vélarnar munu taka aftur á loft. Þetta er haft eftir starfandi forstöðumanni bandarísku flugmálastofnunarinnar, Dan Elwell, í frétt Reuters.

Að sögn Elwell er öryggi það eina sem hefur áhrif á tímasetningu endurkomu MAX vélanna. „Við erum ekki með neina tímalínu, ekki ágúst, ekki október, ekki 2021. Við höfum aðeins eitt viðmið og það er öryggi," sagði Elwell.

Ummælin koma degi eftir að Boeing birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Fjórðungurinn var sá versti í sögu félagsins en það tapaði 3,4 milljörðum dollara auk þess sem það greindi frá því að gæti þurft að stöðva framleiðslu á vélunum vari kyrrsetning þeirra mikið lengur.