Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) gaf nýlega út skýrsluna „Horfur í verslun seinni helming 2008“ í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Skýrslan er fyrsta sinnar tegundar en áætlað er að gefa hana út tvisvar á ári eftirleiðis. Emil B. Karlsson, forstöðumaður RSV og einn höfunda skýrslunnar, segir helstu niðurstöður hennar vera m.a. þær að áætlaður raunvöxtur í dagvöruverslun verði um 2% á þessu ári. Þar af sé enginn vöxtur áætlaður seinni hluta ársins miðað við árið í fyrra á föstu verðlagi.

„Vöxturinn var um 10% á síðasta ári og hefur verið 5-10% síðustu árin þannig að þetta er töluverð breyting,“ segir Emil. „Þótt það komi fleiri krónur í kassann er eftir að taka tillit til verðbólgu og verðhækkana.“ Auk Emils unnu Kári Joensen hjá RSV og Sigurður Jóhannesson hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrsluna.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .