Utanríkisráðuneytið hefur ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi orðið fyrir árásinni mannskæðu í Nice í Frakklandi.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneitisins hvetur alla Íslendinga á svæðinu sem ekki hafa látið aðstandandur vita af sér að gera það hið fyrsta. Er borgaraþjónustan í beinu sambandi við neyðarteymi frönsku stjórnsýslunnar, sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb árásarinnar.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Íslendingar hafi lent í árásinnim, en þjónustan hefur verið í sambandi við Íslendinga búsetta á svæðinu.

Ef aðstandendur á Íslandi hafa ekki heyrt frá fólki sem vitað er að eru á svæðinu eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneitisins síma 545-9900. Jafnframt hvetja þeir alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á svæðinu.