Sænski fjárfestingarbankinn Mangold hefur ekki orðið var við áhuga mögulegra viðskiptavina á Íslandi að undanförnu. Þetta segir Per-Anders Tammerlöv, forstjóri Mangold.

Viðskiptablaðið greindi frá því síðasta sumar að Mangold hefði áhuga á að hefja starfsemi á Íslandi og að ef áhugaverðir íslenskir aðilar myndu leitast eftir því að koma í viðskipti til bankans myndi það hvetja stjórnendur hans til að sækja um starfsleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu. Tammerlöv segir að ekkert nýtt hafi gerst í þeim efnum síðan þá.