Englandsbanki varaði í morgun við því að markaðurinn og fjárfestar væru svartsýnni á efnahags Evrópulanda en undanfarna mánuði.

Bankinn segir að sérfræðingar hafi verið vongóðir í júní og júlí að rætast myndi úr efnahag Evrópulanda.  Í ágúst hafi þeir hins vegar orðið svartsýnir að nýju.  Independent greindi frá þessu í morgun.

Aðvaranir bankans koma í kjölfar mikilla áhyggja af Írlandi.  Írsk stjórnvöld neyddust í síðustu viku til að segjast ekki ætla að óska eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  Var það gert í framhaldi af hækkandi skuldatryggingarálagi á skuldir írska ríkissjóðsins.  Er skuldatryggingarálagið á Írland nú hærra en á Ísland.