Englandsbanki gerði sér ekki grein fyrir alvarleikanum á bakvið þá fjármálakrísu sem nú ríður yfir fjármálamarkaði út um allan heim.

Þetta kemur fram í máli Sir John Gieve astoðarbankastjóra Englandsbanka í viðtali við BBC.

Gieve sagði að bankinn hefði vitað af „brjálæðislegri skuldaaukningu“ auk þess sem bankinn hafði vitund um að húsnæðisverð og aðrar eignir voru að vaxa óvenjulega mikið í verði. Hins vegar hefði bankinn haldið að vandamálið yrði mun minna er komið hefur á daginn.

Þá sagði Gieve að bankinn treysti of mikið á stýrivexti til að hafa stjórn á hagkerfinu.

John Gieve, sem mun skv. BBC láta af störfum á næsta ári, á einnig sæti í vaxtaákvörðunarnefnd bankans.

Á vef BBC er hægt að lesa nánar um málið og horfa á viðtal við Gieve.