*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 3. ágúst 2018 12:20

Englandsbanki hækkar stýrivexti

Seðlabanki Englands hækkaði stýrivexti um prósentufjórðung í gær, upp í 0,75%, en þeir hafa ekki verið jafn háir síðan 2009.

Ritstjórn
Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, boðaði „hóflegar“ hækkanir á næstunni.
european pressphoto agency

Englandsbanki, seðlabanki Englands, ákvað í gær að hækka stýrivexti um 0,25%, upp í 0,75%, en vextir hafa verið rétt við núllið frá fjármálakrísunni 2008. Þetta er aðeins í annað skiptið sem þeir eru hækkaðir síðan. BBC segir frá.

Mark Carney, seðlabankastjóri, boðaði „hóflegar“ og „stigvaxandi“ hækkanir á næstunni.

Sparifjáreigendur verða eflaust glaðir, en þær 3,5 milljónir manns sem eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sínum fagna kannski síður, þar sem vextir þeirra munu hækka.

Efasemdaraddir heyrðust úr viðskiptalífinu, um að aðdragandi Brexit væri besti tíminn til að hækka vexti, en Carney sagði bankann tilbúinn til að lækka þá aftur ef þörf kræfi.