Englandsbanki ætlar að hækka stýrivexti bankans innan sex mánaða til að ná stjórn á verðbólgu í landinu. Stýrivextir verða hækkaðir um 0,25 prósentustig á þriggja mánaða fresti á tímabilinu frá öðrum ársfjórðungi 2011 þar til um mitt ár 2012.

Eftir það verða vextir hækkaðir hraðar og munu standa í 2,75% í árslok 2012, að því er kemur fram í frétt Bloomberg.

Verðbólga mælist nú 3,3% í Bretlandi.