Fram kemur í fundargerð síðasta vaxtarákvörðunarfundar Englandsbanka að stefnusmiðir bankans hafi íhugað að lækka stýrivexti jafnvel um meira en 200 punkta.

Sem kunnugt er lækkaði bankinn vextina um 150 punkta og eru þeir nú 3%.

Fram kemur í fundargerðinni að ekki var ákveðið að lækka vexti enn frekar vegna þess að það kynni hafa komið fjármálamörkuðum algjörlega í opna skjöldu og þar af leiðandi ekki kallað fram þau áhrif sem leitast var eftir.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Marc Oswald, sérfræðingi hjá Monument Securities, að fundargerðin ýti undir væntingar um að Englandsbanki muni lækka stýrivextir aftur í desember og spáir hann 100 punkta lækkun.

Rætist spáin verða stýrivextir því 2% á Bretlandi fyrir árslok.