Englandsbanki hyggst lána breska hluta Landsbankans 100 milljónir punda, til að tryggja að bankinn geti greitt breskum kröfuhöfum sínum.

Alistair Darling kynnti lánið til sögunnar á breska þinginu í dag. Hann sagði það tryggt með veði og veitt til að einfalda málin við greiðslu til innistæðueigenda og kröfuhafa Landsbankans.

Breska fjármálaráðuneytið segir innistæður Breta tryggar, þó að lánið sem veitt var í dag nægi ekki til að greiða þær út.

Lánið er vel að merkja veitt til Landsbankans en ekki Nýja Landsbankans.

BBC greindi frá.