Bloomberg fréttaveitan greinir frá því í dag að Englandsbanki hefur staðfest að þeir eiga í viðræðum við aðra seðlabanka um hvernig hægt sé að losa um þá höftin sem eru á fjármálamörkuðum nú. Þeir tóku þó fram að þeir séu ekki að íhuga að taka áhættu með fé skattborgara.

Englandsbanki tók einnig fram að hann sé ekki einn af þeim bönkum sem Financial Times hafa greint frá að séu að íhuga kaup á skuldabréfum til að greiða fyrir lánveitingum.

Bloomberg telur að þessi tilkynning frá Englandsbanka geti þýtt það að bresk stjórnvöld séu í samvinnu við ríkisstjórn George Bush að reyna að komast hjá því að þurfa að taka áhættu með fé ríkissjóðs.