Englandsbanki lækkaði í morgun stýrivexti sína um 100 punkta, úr 3% í 2%.

Fram kemur á fréttavef BBC að stýrivextir í Bretlandi hafa þannig ekki verið lægri frá árinu 1951.

Viðmælendur BBC fagna stýrivaxtalækkun Englandsbanka og telja að hún muni verða til þess að blása lífi í efnahagskerfi landsins á ný.

Þó telja sumir þeirra að einhverjir bankanna muni ekki endilega lækka vexti sína í kjölfarið þar sem bankar standa margir hverjir mjög illa um þessar mundir.