Englandsbanki tilkynnti í dag um lækkun stýrivaxta um 0,25 stig og eru stýrivextir nú 5%. Þetta er í þriðja skiptið frá því desember sem Englandsbanki lækkar stýrivexti.

Greiningadeildir höfðu þegar gert ráð fyrir lækkun stýrivaxta. BBC greinir frá því að almenn ánægja sé meðalsérfræðinga á fjármálamörkuðum með lækkun stýrivaxta í dag og er gert ráð fyrir að lækkunin hleypi auknu lífi í fjármálalífið.

Þrátt fyrir að stýrivextir á Bretlandi séu nú aðeins 5% eru það engu að síður hæstu stýrivextir meðal þeirra sjö þjóða sem mynda svokallaðan G7 hóp.