Í fyrsta skipti frá miðju árinu 2004 hefur Englandsbanki lækkaði stýrivexti, en þeir hafa verið óbreyttir frá ágúst á liðnu ári. Lækkunin var 25 punktar og eru stýrivextir 4,5%.

Vonir hafa verið bundnar við að seðlabankinn tæki ákvörðun um vaxtalækkun, enda hefur samdráttur verið í smásöluverslun og fleiri greinum á Bretlandseyjum undanfarin misseri.

Talsmenn atvinnulífsins hafa fagnað ákvörðun bankans, en vara við að áhrif lækkunarinnar muni ekki gæta fyrr en eftir nokkra mánuði. Hagvöxtur hefur verið undir meðaltali síðustu fjóra ársfjórðunga og hefur það ekki gerst síðustu tíu ár.