Englandsbanki segir ekkert benda til þess að breska hagkerfið muni hæga verulega á sér í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Fyrirtæki virðast aftur á móti hafa hægt á fjárfestingum og ráðningum.

Englandsbanki hefur haldið vöxtum óbreyttum, sem hefur komið mörgum á óvart. Óvissa hefur óneitanlega aukist, einkaneysla hefur haldist stöðug, en engu að síður má búast við því að fyrirtæki verði varkárari í fjárfestingum á komandi mánuðum.