Englandsbanki hefur kallað eftir því að bresk stjórnvöld endurhugsi tímabundnar atvinnuleysisbætur vegna launalauss leyfis þarlendra fyrirtækja, sem verið hafa í boði vegna heimsfaraldursins. BBC segir frá .

Til stendur að úrræðið – sem er hugsað til að koma í veg fyrir uppsagnir – renni út í lok næsta mánaðar. Áhyggjuraddir óttast stóraukið atvinnuleysi í kjölfarið.

Andrew Bailey, Seðlabankastjóri Bretlands, sagði á fjarráðstefnu í gær að tilteknar atvinnugreinar gætu þurft frekari aðstoð, en í síðasta mánuði lét hann hafa eftir sér að hann styddi það að úrræðinu yrði leyft að renna út.

Ríkið ætti frekar að aðstoða þá sem kynnu að missa vinnuna en að viðhalda óhagkvæmum störfum. Á ráðstefnunni í gær sagðist hann opinn fyrir frekari inngripum.