Landsbankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins að 80% hluta, hefur engar upplýsingar veitt um hvers vegna Horn, dótturfélag bankans, seldi Guðmundi Kristjánssyni útgerðarmanni 4,2% í útgerðarfyrirtækinu Vinnslustöðinni í fyrra. Upplýsingar um söluna komu fram í ársreikningi Horns.

Þess er ekki getið hver keypti hlutinn en frá því var greint í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að það hafi verið Guðmundur. Hann á nú 32% hlut í Vinnslustöðinni og útgerðarfélagið Brim þar að auki. Hluturinn í Vinnslustöðinni var ekki auglýstur opinberlega.