Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,68% í 3,9 milljarða viðskiptum, en aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,05% í 4,5 milljarða viðskiptum. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.716,14 stigum og aðalvísitala skuldabréfa stendur í 1.183,58.

Eimskip og Eik hækka mest

Meðal félaga sem tilheyra Úrvalsvísitölu Nasdaq hækkaði Eimskipafélagið mest, eða um sem nemur 1,01% upp í 275,75 krónur á hlut. Námu viðskipti með bréf félagsins 425 milljónum króna.

Meðal annarra bréfa á Aðalmarkaði var mesta hækkunin á bréfum Eikar fasteignafélags, sem hækkuðu um 1,90% í tæplega 600 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 9,13 krónur.

Icelandair og Fjarskipti lækka mest

Mesta lækkunin var á bréfum Icelandair eða um sem nemur 1,99% í 527 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 27,05 krónur.

Meðal félaga sem ekki eru í Úrvalsvísitölunni, en eru á Aðalmarkaði var mesta lækkunin á bréfum Fjarskipta hf, eða sem nemur 1,46% í 104 milljón króna viðskiptum. Kostar hvert bréf í félaginu nú 43,75 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,4% í dag í 4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 4,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 3,9 milljarða viðskiptum.